17.12.1984
Neðri deild: 29. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2122 í B-deild Alþingistíðinda. (1604)

Um þingsköp

Menntmrh. (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Hér hefur verið beint til mín spurningum sem varða efni þessa máls. Ég kýs nú, fyrst hæstv. forseti hefur upplýst að málið verður tekið til umr. efnislega á þessum fundi, að svara því og öðrum efnisatriðum þegar málið sjálft er komið á dagskrá. Ég hef einungis skilið ákvörðun hæstv. forseta svo að ætlunin væri að stöðva umr. á því stigi sem hún var áðan. Ég hef ekki nokkra minnstu tilhneigingu til þess að koma í veg fyrir að málið sé athugað. Mér þótti bara ástæðulaust að stöðva umr. á því stigi sem hún var á fyrri fundi, eða svo virtist mér málið standa. En nú hefur hæstv. forseti upplýst annað og þá mun ég að sjálfsögðu svara þeim spurningum, sem fram kunna að koma, þegar málið hefur verið formlega tekið á dagskrá en ekki undir umr. um þingsköp.