17.12.1984
Neðri deild: 29. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2134 í B-deild Alþingistíðinda. (1614)

214. mál, söluskattur

Ólafur G. Einarsson:

Herra forseti. Á þeim lista sem formönnum þingflokka var afhentur fyrir nokkrum dögum, þar sem á voru þau mál sem ráðh. óskuðu eftir að yrðu afgreidd fyrir jól, var þetta frv. um Háskóla Íslands. Það var ósk menntmrh. að þetta frv. næði fram að ganga fyrir jól. Um þetta hefur að sjálfsögðu ekki verið samið neitt endanlega, en ég vil mælast til þess að þetta mál megi fara til n., ef mögulegt er, núna á þessum fundi. Það verður svo að ráðast hvort n. treystir sér til að afgreiða málið frá sér þannig að það geti komið hér aftur til meðferðar á fundi Nd. fyrir jólahlé.