18.12.1984
Sameinað þing: 35. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2143 í B-deild Alþingistíðinda. (1627)

208. mál, framlag til hjálparstarfs í Eþíópíu

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég þakka hv. 5. landsk. þm. fyrir að bera fram þessa fsp. og tek undir hans málflutning. Ég vil jafnframt benda á að þetta mál er í höndum Alþingis eins og er. Verið er að afgreiða fjárlög og vil ég beina því til hæstv. forsrh.ríkisstj. kanni hvort ekki séu möguleikar á því að ríkisstj. beiti sér fyrir því að þetta mál verði tekið fyrir við 3. umr. fjárlaga.

Þegar undirtektir þjóðarinnar eru jafngóðar og raun ber vitni í þessari Eþíópíusöfnun er tæplega við hæfi að við frestum þinghaldi fyrir hátíðarnar án þess að taka á þessu máli í þessari stofnun.