19.12.1984
Efri deild: 35. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2199 í B-deild Alþingistíðinda. (1699)

214. mál, söluskattur

Eyjólfur Konráð Jónsson:

Hæstv. forseti. Ég vil aðeins geta þess að hv. fjh.- og viðskn. þessarar deildar hittist í morgun. Að vísu var nefndin verkefnalítil, en við ræddum þetta mál, sem nú er á dagskrá, og 4. málið óformlega þar og komumst að samkomulagi um að biðja um stutt fundarhlé eftir 1. umr. um þessi tvö mál til þess að við gætum þar gengið formlega frá okkar nál. Og væntanlega væri þá eðlilegast að efnisumræður færu fram við 2. umr. En við erum sammála um að greiða fyrir því, hvað sem afstöðu manna líður, að 2. og 3. umr. geti farið hér fram í dag, auk 1. umr. sem nú stendur yfir.