18.10.1984
Sameinað þing: 7. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 331 í B-deild Alþingistíðinda. (174)

Umræður utan dagskrár

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. forseta og forsrh. fyrir þessa umræðu. Ég held að hún hafi verið gagnleg. Hún skýrir tvennt sem er aðalatriðið. Í fyrsta lagi felst í orðum forsrh. hótun um að allt verði tekið aftur sem samið verður um í þeim kjarasamningum sem nú standa yfir. Í öðru lagi er niðurstaðan sú, að ekki er hægt að gera neina kjarasamninga undir þessari ríkisstjórn öðruvísi en að rækilega sé gengið frá öllum tryggingum.