20.12.1984
Neðri deild: 36. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2320 í B-deild Alþingistíðinda. (1817)

Þingfrestun

Guðmundur Einarsson:

Herra forseti. Ég vil fyrir hönd þm. þakka hæstv. forseta hlýleg orð og góðar kveðjur okkur til handa. Ég þakka honum fyrir góða og réttláta fundarstjórn á þessu þingi. Ég óska honum og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og vænti þess að við hittum hann heilan og hressan að jólahaldi loknu. Ég vil enn fremur þakka skrifstofustjóra og starfsliði öllu samstarfið og árna þeim öllum gleðilegra jóla. Ég vil biðja þdm. að rísa úr sætum og taka undir orð mín. — [Þm. risu úr sætum.]