20.12.1984
Sameinað þing: 38. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2323 í B-deild Alþingistíðinda. (1827)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Hv. 5. þm. Austurl. hefur kvatt sér hljóðs utan dagskrár. Það skal tekið fram, eins og öllum má ljóst vera, að við höfum lítinn tíma nú í upphafi fundar til þess að ræða mál utan dagskrár vegna þess að 3. umr. fjárlaga hefur forgang á þessum fundi. Hins vegar lít ég svo á að það sé samkomulag milli flokka að þessi umr. verði í hálfa klukkustund og hvernig henni verði hagað. Fyrst tali sá sem hefur óskað eftir umr. og síðan utanrrh., sem fsp. er beint til, og þeir tali hvor um sig ekki lengur en fimm mínútur. Síðan verði einum þm. frá hverjum þingflokki gefinn kostur á að taka til máls í allt að þrjár mínútur hver. Þá verði mönnum gefinn kostur á að tala í annað sinn, þeim sem hefur umr. og ráðh., í allt að tvær mínútur hvor og fulltrúum þingflokkanna hverjum fyrir sig að gera stutta athugasemd í allt að eina mínútu. Hefst þá umr. utan dagskrár.