28.01.1985
Sameinað þing: 39. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2401 í B-deild Alþingistíðinda. (1882)

Framhaldsfundir eftir þingfrestun

Forsrh. (Steingrímur Hermannsson):

Hinn 8. jan. s.l. var gefið út svohljóðandi forsetabréf:

„Forseti Íslands gerir kunnugt:

Ég hef ákveðið samkvæmt tillögu forsrh. að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda mánudaginn 28. jan. 1985, kl. 14.00.

Gert í Reykjavík, 8. jan. 1985.

Vigdís Finnbogadóttir.

Steingrímur Hermannsson.

Forsetabréf um að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda.“

Framhaldsfundir Alþingis hefjast því nú á ný. Hæstv. forseta, hv. alþm. og starfsliði Alþingis öllu óska ég þess að árið verði þeim farsælt. Ég þakka liðið ár og býð menn velkomna til þingstarfa á ný.

Ég læt jafnframt í ljós þá ósk mína að störf þingsins á þessu ári megi verða landi og þjóð til blessunar.