28.01.1985
Sameinað þing: 39. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2401 í B-deild Alþingistíðinda. (1884)

Varamenn taka þingsæti

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Hér liggur frammi bréf, sem Tómas Árnason hefur ritað forseta Ed. Alþingis, svohljóðandi:

„Reykjavík, 27. des. 1984.

Með því að ég hef í huga að taka að mér starf, sem ekki getur samrýmst þingmennsku, leyfi ég mér hér með að tilkynna yður, virðulegi forseti, að ég hef ákveðið að afsala mér þingmennsku frá og með deginum í dag að telja.

Þetta er yður, virðulegi forseti, hér með tilkynnt.

Virðingarfyllst.

Tómas Árnason.“

skv. bréfi þessu tekur nú sæti á Alþingi Jón Kristjánsson og ég býð hann velkominn til starfa.