30.01.1985
Neðri deild: 37. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2499 í B-deild Alþingistíðinda. (1983)

209. mál, Verðlagsráð sjávarútvegsins

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Það verða örfá orð sem ég ætla að láta falla hér og þau tengjast því atriði að fulltrúar rækjukaupenda eru teknir hér út. Mér sýnist að ekki sé skynsamlegt að standa þannig að málum í ljósi þess að rækjuveiðar hafa verið mjög ört vaxandi við Ísland og fráleitt að tala um að deilulaust hafi verið á þeim vettvangi. Ég vil vekja athygli á því að í ráðinu eru samtals fljótir fulltrúar fyrir síldatsaltendur og sýnist mér nokkuð vel skipað miðað við hlutdeild síldarinnar í framleiðslunni. Ég vil þess vegna beina þeim eindregnu tilmælum mínum til sjútvn. að hún hugleiði hvort ekki sé skynsamlegra að hafa fulltrúa rækjukaupenda innanborðs þegar gengið verður frá þessum lögum.