05.02.1985
Sameinað þing: 44. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2622 í B-deild Alþingistíðinda. (2093)

194. mál, höfundalög

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Hv. 12. þm. Reykv. lét orð falla á þá leið að forseti hefði talið að hann hefði farið út fyrir umræðuefnið. Slíkt er misskilningur. Það var aldrei sagt af forseta að hv. þm. hefði gert það. Hér kom upp tal um það hvort ráðh. væri skyldur til að svara fsp. sem ekki er getið í þeirri fsp. sem er til umr. Það var tekið fram að þessu gefna tilefni 2623 Sþ. 5. febr. 1985 hver væri regla skv. þingsköpum. Og það skal tekið fram að hér hefur ekkert óvenjulegt skeð í þessu efni.

Því miður er það svo að það má heita venja að það er farið út fyrir efni fsp. Með tilliti til þessa þótti rétt að vekja athygli á því hvað þingsköp hefðu um þetta efni að segja.