05.02.1985
Sameinað þing: 44. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2651 í B-deild Alþingistíðinda. (2133)

270. mál, aukafjárveitingar

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Ég vil vekja athygli á því að menn þurfa að gæta þingskapa. Ekki má gera kröfur um að menn gefi upplýsingar og komi í ræðustól þegar þeir eru búnir að tala svo oft sem þingsköp mega framast leyfa. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt er gert. Þetta ber oft við. Ég tek þetta fram. Með tilliti til þess hvernig þetta mál ber að og að hæstv. ráðh. vill svara, þá er honum gefið orðið til örstuttrar athugasemdar.