23.10.1984
Sameinað þing: 8. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 387 í B-deild Alþingistíðinda. (214)

34. mál, fjáröflun til íbúðalánasjóða

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Skv. upplýsingum hæstv. félmrh. vantar upp á lánsfjáráætlun upphæðir sem hér segir: Skyldusparnaður er neikvæður þannig að þar vantar upp á 127.3 millj. miðað við forsendur lánsfjárlaga. Atvinnuleysistryggingasjóður: Þar vantar 99.4 millj. kr. Lífeyrissjóðirnir: Þar vantar 274.2 millj. kr. Það vantar því um 1/2 milljarð eða 500 millj. kr. Upp í þetta hefur hæstv. félmrh. fengið erlent lán, en vandinn er þarna bersýnilega upp á mörg hundruð millj. kr., sennilega í kringum 300 millj. kr., og hæstv. ráðh. hefur ekki svarað því enn hvernig sá vandi verður leystur. Þess vegna var svar hans að mínu mati því miður ekki greinargott.