12.02.1985
Sameinað þing: 47. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2814 í B-deild Alþingistíðinda. (2275)

Um þingsköp

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Ég ætlaði ekki að fara að ræða þetta mál efnislega hér en ég verð að segja að mér þykja boðleiðir orðnar nokkuð langar í landinu þar sem 11/2 mánuður er liðinn frá því að ég ræddi við hæstv. ráðh. um þetta mál og hann gerði ráð fyrir að hægt væri að bæta úr jafnvel áður en Alþingi fór í jólaleyfi. Ég vek athygli á því að þessi fsp. fjallar um framkvæmd á fyrirmælum rn. varðandi síðasta ár, a.m.k. að hluta til, og ég hélt að það hlyti að vera áhugamál viðkomandi rn. að fylgjast með því hvernig staðið væri við fyrirmæli sem það gefur.