12.02.1985
Sameinað þing: 47. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2837 í B-deild Alþingistíðinda. (2302)

282. mál, hlustunarskilyrði hljóðvarps

Menntmrh. (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Ég vil taka fram að ég hefði fagnað því að fá að svara fsp. hv. þm. Gunnars Schram hér í dag og ef það er ætlun forseta að taka það mál fyrir nú, þá mun ég tilkynna að ég geti alls ekki verið viðstödd þá athöfn sem ég ætlaði að vera við vegna K-byggingar Landspítalans. Hins vegar er mér gersamlega ómögulegt að breyta því sem ég nefndi síðar þar sem ég verð og hef lofað fyrir löngu að vera viðstödd. Ef fsp. hefði verið tekin fyrir fyrr á fundinum hefði þetta gengið, en ég sé ekki betur en liðið sé að lokum fundartíma að auki. En ég vil gjarnan fá afstöðu hæstv. forseta um þetta.

Ég vil bæta því við að ég tel að umr. um fsp. þurfi nokkurn tíma, eins og umr. sem áðan tók mikinn tíma á fundinum, og nú spyr ég hæstv. forseta hvort ekki væri unnt að koma á fyrirspurnatíma á fimmtudaginn.