12.02.1985
Sameinað þing: 47. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2837 í B-deild Alþingistíðinda. (2303)

282. mál, hlustunarskilyrði hljóðvarps

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það skal tekið fram að ekki er hægt að hafa fyrirspurnatíma á fimmtudaginn. Ég hafði gert ráð fyrir því að á tímanum frá kl. 4–5 tækjum við fyrir þetta mál. (Menntmrh.: Ég sagði að ég þyrfti að fara núna.) Já, milli kl. 4 og 5. Það var með tilliti til þess sem hafði farið fram milli mín og hæstv. menntmrh. áður. En fyrst á fundinum þurfti hæstv. ráðh. að fara í viðtöl eða eitthvað slíkt skildist mér. Þess vegna var málið ekki tekið fyrir fyrst á fundinum.

Við freistum þess að ljúka núna umr. um fsp. sem nú er til umræðu. Það er aðeins einn á mælendaskrá.