12.02.1985
Sameinað þing: 47. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2856 í B-deild Alþingistíðinda. (2330)

252. mál, auglýsingakostnaður vegna sölu spariskírteina ríkissjóðs

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Hér hafa komið fram fróðlegar upplýsingar. Það kemur fram hvaða blöð það eru sem fá ríkisstyrkina í þessu landi. Á undanförnum árum hafa ákveðin blöð og ákveðnir fjölmiðlar reynt að gera sig dýrlega með því að þeir fái engan stuðning frá ríkinu. Niðurstaðan af upplestri fjmrh. er sú að Morgunblaðið fær 587 þús. kr. í ríkisstyrk með þessum hætti, DV 287 þús. kr., en Þjóðviljinn, NT og Alþýðublaðið samanlagt 115 þús. kr., innan við helminginn af því sem kemur í hlut DV og um fjórðung af því sem kemur í hlut Morgunblaðsins. Þetta er leið þessara blaða til að tryggja sér ríkisstyrkinn bakdyramegin. Það er það fróðlegasta við tölur fjmrh. að mínu mati.