12.02.1985
Sameinað þing: 48. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2859 í B-deild Alþingistíðinda. (2337)

287. mál, könnun á launum og lífskjörum

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það hafa komið hér mismunandi sjónarmið um það mál sem hér hefur verið rætt. Forseti lét þess getið þegar þetta var áður rætt að hann mundi athuga málið. Hann hefur gert það. Ekki þykir ástæða af hans hálfu að gera neinar ráðstafanir út af þessu máli. Það er oft sem mál eru skyld eða lík. Það kann að vera að í upphafi hafi verið eðlilegt að sameina slíkar till. eins og hv. 10. landsk. sagði. En hafi það ekki verið gert í upphafi þá hendir það stundum að slíkar till. eru sameinaðar í meðförum nefndar sem báðar eða allar till. ganga til. Og ég vænti þess að það verði enginn vandi í þessu máli.