12.02.1985
Sameinað þing: 48. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2860 í B-deild Alþingistíðinda. (2339)

287. mál, könnun á launum og lífskjörum

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Þá er þessum umr. um þingsköp lokið. Það skal tekið fram að á síðasta fundi þegar mál þetta var rætt þá tók forseti fram að það þyrfti að hafa þau vinnubrögð að skrifstofa Alþingis fylgdist sem gleggst með því hvort einhver misbrestur yrði á eðlilegri málsmeðferð að því leyti sem hér hefur verið fundið að. Það er nákvæmlega það sama og hv. 2. þm. Norðurl. v. sagði hér nú og það er tekið undir hans orð.

Það liggur fyrir að afgreiða 2. dagskrármálið, könnun á launum og lífskjörum, þ.e. ákveða hvernig ræða skuli.

Að tillögu forseta var ákveðin ein umr.