12.02.1985
Sameinað þing: 48. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2863 í B-deild Alþingistíðinda. (2344)

120. mál, þrjú bréf fjármálaráðherra

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Virðulegur forseti. Ég vil leyfa mér að vísa á bug öllum ásökunum á mig persónulega frá hv. 3. þm. Reykv. um ábyrgð á verkfalli opinberra starfsmanna, en tek að sjálfsögðu á mig alla þá ábyrgð sem mér ber að bera sem ráðh. sem fer með fjármál ríkisins. Ég sé ekki ástæðu til þess, þó að ég sé með vel undirbúna ræðu hér til andsvara ræðu hv. 3. þm. Reykv., að fara með hana því að hann hélt sjálfur mjög stutta ræðu, en tek undir það með honum að þetta mál fái þinglega meðferð og komi aftur til frekari afgreiðslu Sþ. Þá getum við haft frekari umr. um málið.