14.02.1985
Sameinað þing: 49. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2919 í B-deild Alþingistíðinda. (2409)

Um þingsköp

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Eins og allir vita, þá er ein af þekktustu útflutningsvörum Bandaríkjamanna kölluð American graffiti. Hún er einmitt sams konar veggmálverkalist eins og hér er til umr. og hefur gert ýmsa atburði í amerískri sögu nokkuð fræga. Nú veit ég að hæstv. ríkisstj. er að leita með logandi ljósi að tækifærum til að efla íslenskan útflutningsiðnað. Væri nú ekki ráð fyrir hæstv. ríkisstj. að athuga hvort ekki mætti flytja þetta margfræga Icelandic graffiti út og fela einhverri til þess kjörinni nefnd að skoða það mál vandlega sem þátt í þeim 25 liðum efnahagsráðstafana sem hæstv. forsrh. var að flagga með í sjónvarpinu nýlega?