14.02.1985
Sameinað þing: 49. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 2922 í B-deild Alþingistíðinda. (2424)

271. mál, varnir gegn fisksjúkdómum

Menntmrh. (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Ég vil skýra frá því að nú alveg nýlega var undirritað setningarbréf sérfræðings í fisksjúkdómum á tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum. Það var gert enda þótt formlega væri ekki að öllu leyti búið að ganga frá þeirri stöðuheimild. Vegna þess hve málið er brýnt var þetta gert. Undirritaði ég slíkt bréf nú alveg nýlega.

Vonast ég til þess að það geti orðið til að greiða fyrir úrlausn í þessu máli.