19.02.1985
Sameinað þing: 50. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3017 í B-deild Alþingistíðinda. (2480)

286. mál, kjör og starfsaðstaða framhaldskólakennara

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Heyrði ég það ekki rétt að hv. 5. þm. Austurl. væri að bera hér fram fsp. til tveggja hæstv. ráðh.? Tek ég einnig rétt eftir því að ráðh. ætli ekki að svara, ætli að þegja þetta mál af sér í þessari umr.? Ég tel það alveg fráleitt. Ég skora á hæstv. fjmrh. að svara því hvernig hann hyggst koma til móts við kennara í þeim kjarasamningum sem nú standa yfir, þeim sérkjarasamningum sem nú eru að hefjast. Það er með öllu óþolandi að ráðh. svari ekki spurningum hv. þm. þegar svona stendur á og jafnmikið er í húfi og raun ber vitni um hér.