19.02.1985
Sameinað þing: 50. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3030 í B-deild Alþingistíðinda. (2501)

225. mál, staðfesting Flórens-sáttmála

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Virðulegi forseti. Mér þykir ákaf lega vænt um að það komi í ljós að til er manneskja sem getur skilgreint hvað er menning. Það er enginn vandi að gera tollfrjáls menningarrit og tímarit og bækur sem það snertir, en menning er miklu víðtækari, það er vandamál okkar að skilgreina hvað er menning. Mér þætti vænt um ef hv. þm. kæmi nú upp í fjmrn. og hjálpaði okkur til þess að gera þetta að veruleika, að skilgreina hvað er menning.