24.10.1984
Efri deild: 6. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 459 í B-deild Alþingistíðinda. (271)

85. mál, rannsóknarnefnd til að rannsaka afskipti ráðherra og embættismanna af rekstri ólöglegra útvarpsstöðv

Tómas Árnason:

Virðulegi forseti. Mér finnst alveg einsýnt að það eigi að fresta þessari umr., þegar ráðh. hefur óskað eftir því, vegna þess að hún er einmitt um afskipti ráðh. af tilteknu máli og hún er um það að setja rannsóknarnefnd í málið. Mér finnst sjálfsagt að orðið verði við þeirri beiðni.

Nú er það svo að einstakir ráðherrar í ríkisstj. eru skyldugir að sækja ráðherrafundi. Ef forsætisráðherra boðar fund eru ráðherrar skyldugir að mæta nema þeir hafi lögmæt forföll. Ég efast stórlega um að það verði talin lögmæt forföll þó að umr. fari fram í þinginu. En ég vil ekki draga þá ályktun af þessu að þess vegna skuli umr. halda áfram. Mér finnst það ekki aðeins sjálfsögð tillitssemi heldur sjálfsagt að umr. verði frestað. Ég sé ekki að það sé nein sérstök ástæða til þess að halda henni áfram nú án þess að ráðherrar séu viðstaddir. Hún verður einfaldlega endurtekin þegar kemur að því að þeir verða viðstaddir. Ég er því sannfærður um að það er í samræmi við venju og eðlileg vinnubrögð að fresta þessari umr. þangað til ráðherrar geta verið viðstaddir.