24.10.1984
Efri deild: 6. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 459 í B-deild Alþingistíðinda. (272)

85. mál, rannsóknarnefnd til að rannsaka afskipti ráðherra og embættismanna af rekstri ólöglegra útvarpsstöðv

Ragnar Arnalds:

Ég ítreka það sjónarmið mitt, virðulegi forseti, að það er dónaskapur við Alþingi að boða ríkisstjórnarfund á þeim tíma sem hæstv. forsrh. hefur nú gert. Þess vegna tel ég eðlilegast og sjálfsagðast að forseti deildarinnar beiti sér fyrir því að þessum ríkisstjórnarfundi sé frestað og ráðherrarnir mæti hér og svari fyrir sig, einkum og sér í lagi vegna þess að málið snertir þá æðimikið eins og hér hefur komið fram.

Hitt get ég tekið undir, að ef virðulegur forseti hefur ekki erindi sem erfiði og fær ekki ráðherrana á þennan fund er auðvitað ekki um neitt annað að gera en að fresta umr. Það segir sig sjálft. Ekki förum við að halda hér umr. áfram ef ráðherrarnir eru ekki viðstaddir.