12.03.1985
Sameinað þing: 57. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3469 í B-deild Alþingistíðinda. (2796)

255. mál, auglýsingar banka og sparisjóða

Viðskrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Fsp. sem hér liggur fyrir er í tveim liðum eins og fram kom hjá hv. fyrirspyrjanda.

Ráðuneytið óskaði upplýsinga frá viðskiptabönkum og Sambandi sparisjóða til þess að svara fyrri liðnum. Einkabankarnir eða hlutafélagabankarnir fjórir svöruðu beiðninni á þann veg að þeim væri hvorki heimilt né skylt að veita umbeðnar upplýsingar. Vísuðu þeir m.a. til þess að aðalfundir þeirra hefðu enn ekki verið haldnir. Að öðru leyti má um svör þeirra vísa til svars sem gefið var við fsp. um útlán banka og sparisjóða 26. febrúar s.l.

Þess skal þó getið að varðandi fyrri lið þessarar fsp. hefur Alþýðubankinn hf. nokkra sérstöðu. Í svari sínu til viðskrn. upplýsir bankinn að auglýsingakostnaðurinn hafi numið 443 þús. kr. árið 1983 en er ekki með svör varðandi árið 1984. Ég endurtek: 443 þús. á árinu 1983.

Samband sparisjóða hefur í svari sínu til rn. einnig gefið upp auglýsingakostnað sex stærstu sparisjóðanna á árinu 1983. Þessi kostnaður nam samtals 5 millj. 519 þús. kr. Að öðru leyti liggja ekki fyrir upplýsingar frá Sambandi sparisjóða enda liggja ekki fyrir endanlegar tölur um þennan kostnað á árinu 1984 hjá þeirra stofnunum.

Frá ríkisviðskiptabönkunum hafa borist eftirfarandi upplýsingar um auglýsingakostnað:

Landsbankinn: árið 1983 6 millj. 860 þús. kr., árið1984 12 millj. 227 þús. kr. sem skiptist þannig: 1. ársfjórðungur 1 millj. 910 þús. kr., 2. ársfjórðungur 3 millj. 605 þús. kr., 3. ársfjórðungur 2 millj. 808 þús. kr. og 4. ársfjórðungur 3 millj. 904 þús. kr.

Útvegsbankinn: árið 1983 3 millj. 500 þús. kr., árið 1984 5 millj. 928 þús. kr. sem skiptast þannig: 1. ársfjórðungur 404 þús. kr., 2. ársfjórðungur 1 millj. 660 þús. kr., 3. ársfjórðungur 904 þús. kr. og 4. ársfjórðungur 2 millj. 960 þús. kr.

Búnaðarbankinn: árið 1983 4 millj. 921 þús. kr., árið 1984 11 millj. 199 þús. kr. sem skiptist þannig: 1. ársfjórðungur 1 143 800 kr., 2. ársfjórðungur 1 228 155 kr., 3. ársfjórðungur 3 673 133 kr. og 4. ársfjórðungur 5 151 395 kr.

Að því er varðar síðari lið fsp. skal það tekið fram að rn. er ekki kunnugt um tölur sem gefa til kynna hversu mikið hafi verið keypt af veðskuldabréfum á svonefndum verðbréfamarkaði. Hins vegar er hægt að upplýsa að á árinu 1982 nam sala nýrra spariskírteina 127 millj. kr., árið 1983 101 millj. kr. og á síðasta ári voru seld spariskírteini fyrir 583 millj. kr. skv. þeim upplýsingum sem fengust frá fjmrn.

Að öðru leyti er ekki unnt að svara þessum lið fsp. þar sem ekki liggja fyrir nánari upplýsingar.

Herra forseti. Ég hef svarað þeirri fsp. sem hér er á dagskrá.