12.03.1985
Sameinað þing: 57. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3495 í B-deild Alþingistíðinda. (2833)

317. mál, meint fjársvik í fasteignasölu

Fyrirspyrjandi (Sighvatur Björgvinsson):

Herra forseti. Aðeins ein örstutt ábending.

Eins og menn vita er næsta litlum vörnum hægt við að koma í víxilmálum. Þeir sem hafa skrifað upp á víxil í góðri trú eru dæmdir til að greiða hann og eiga sér litlar varnir. Til þess að þessi maður geti náð rétti sínum þarf fyrst að falla dómur í ákærumálinu sem hæstv. dómsmrh. var að lýsa. Til þess að maðurinn geti náð rétti sínum verður ljóslega að koma fram að sá sem hann átti viðskipti við sé sekur að lögum. Þá fyrst getur hann komið fram vörnum við þeirri kröfu sem annar angi ríkiskerfisins hefur nú gegn honum, sem er einn af ríkisbönkunum. Það er sannarlega furðulegt að ein ríkisstofnun skuli ætla að gera mann eignalausan vegna þess að önnur ríkisstofnun stendur ekki í stykkinu.