13.03.1985
Neðri deild: 47. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3563 í B-deild Alþingistíðinda. (2903)

5. mál, útvarpslög

Frsm. 2. minni hl. (Hjörleifur Guttormsson):

Herra forseti. Ég tel nauðsynlegt að það komi fram hjá hæstv. menntmrh. áður en þessari umr. lýkur, með tilliti til þeirra orða sem féllu í ræðu ráðh. áðan, hvort hæstv. ráðh. hyggst greiða atkv. með brtt. á þskj. 514, brtt. sem hv. þm. Friðrik Sophusson flytur, og/eða hvetja þingflokk Sjálfstfl. til að styðja þær brtt. Ég vænti þess að hæstv. ráðh. svari þessu fyrir lok umr.