13.03.1985
Neðri deild: 47. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3563 í B-deild Alþingistíðinda. (2904)

5. mál, útvarpslög

Menntmrh. (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Hv. 5. þm. Austurl. er gjarnt að spyrja þess sem þegar hefur verið lýst yfir. Ég sagði í ræðu minni áðan að það væri að sjálfsögðu einstaklingsbundin afstaða hv. þm. til auglýsingaheimildarinnar sem réði og við það stend ég. Í því felst að ég álít að hver þm. greiði atkv. eftir sinni sannfæringu í því efni án fyrir fram bindingar og ég geri ekki tilraun til þess að hafa áhrif á þingflokk Sjálfstfl. í því efni. Þessi afstaða mín liggur fyrir og mín persónulega afstaða liggur fyrir og ég hef ekki leynt henni á neinn hátt, hvorki nú né áður.