18.03.1985
Efri deild: 50. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3616 í B-deild Alþingistíðinda. (2935)

98. mál, sóknargjöld

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Vegna orða hæstv. fjmrh. er rétt að upplýsa að það mun rétt vera, sem forseta var reyndar ekki kunnugt um fyrr en rétt fyrir kl. 2, að orðið hafa mistök við prentun dagskrár. Dagskrá Ed. hafði fallið út. Þetta voru mistök prentsmiðjunnar og var búið að leiðrétta og prenta nýja dagskrá um 11-leytið. Ég vildi geta þess arna svo að það rétta komi fram í málinu.