18.03.1985
Efri deild: 50. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3616 í B-deild Alþingistíðinda. (2936)

98. mál, sóknargjöld

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Aðeins örfá orð vegna orða hv. síðasta ræðumanns þess efnis að honum þætti það undarlegt að fulltrúar stjórnarandstöðunnar skuli skrifa undir meirihlutaálit í þessu máli, sem kveður á um að frv. skuli samþykkt með minni háttar breytingum, frv. sem hann færði rök fyrir að gæti haft í för með sér töluverðar skattahækkanir. Mig langar til að vekja athygli hv. síðasta ræðumanns á því að í nál. meiri hl. menntmn. stendur: „Einstakir nm. áskilja sér rétt til að flytja eða fylgja brtt.

Ég vil líka vekja athygli hv. síðasta ræðumanns á því að ég skrifa undir þetta nál. með fyrirvara. Fyrirvarinn er hafður þarna af sömu ástæðum og hv. síðasti ræðumaður nefndi hér og brtt. hans gengur út á. Ég er sammála því fyrirkomulagi sem brtt. kveður á um og tel það vera til bóta, en ég verð að segja eins og er að ég varð ekki vör við það að flm. brtt. leitaði meðflutnings eða stuðnings við þá till. þótt hugmynd um slíkan jöfnunarsjóð hafi komið fram á fundum nefndarinnar og fengið þar jákvæðar undirtektir. Undrun hans er því ástæðulaus en brtt. mun ég styðja og hef ekki fleiri orð hér um.