24.10.1984
Neðri deild: 6. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 475 í B-deild Alþingistíðinda. (294)

30. mál, kjarasamningar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja

Forseti (Ingvar Gíslason):

Út af ábendingu hv. síðasta ræðumanns, þá finnst forseta eftir á að hyggja að það kunni nú að vera eðlilegra að þetta mál gangi til fjh.- og viðskn. eins og fordæmi eru fyrir. (JBH: Þetta sýnist mér vera álitamál. Ég geri engan ágreining um það vegna fordæmis.) Ég held að einmitt vegna fordæmis sé eðlilegra að þetta gangi til fjh.- og viðskn. Ef hv. flm. hefur ekkert við það að athuga tel ég að það sé till. nú að svo verði.