19.03.1985
Sameinað þing: 60. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3633 í B-deild Alþingistíðinda. (2973)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfs

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Svohljóðandi bréf hefur borist:

„Reykjavík, 18. mars 1985.

5. þm. Reykv., Jón Baldvin Hannibalsson, hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda og get ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga un kosningar til Alþingis að óska þess, að vegna fjarveru 1. varamanns taki 2. varamaður Alþfl. í Reykjavík, Maríanna Friðjónsdóttir dagskrárgerðarmaður, sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti, með ósk um að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ingvar Gíslason,

forseti Nd.

Þessu bréfi fylgir símskeyti frá Bjarna Guðnasyni svo og kjörbréf Maríönnu Friðjónsdóttur.

Þá er hér annað bréf svohljóðandi:

„Reykjavík, 19. mars 1985. 8. þm. Reykv., Stefán Benediktsson, hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég vegna veikinda get ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Bandalags jafnaðarmanna í Reykjavík, Jónína Leósdóttir, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti, með ósk um, að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Salome Þorkelsdóttir,

forseti Ed.

Þessu bréfi fylgir kjörbréf Jónínu Leósdóttur.

Með því að það þarf að athuga þau kjörbréf, sem hér liggja frammi og gerð hefur verið grein fyrir, vil ég leyfa mér að biðja hv. kjörbréfanefnd að taka kjörbréf þessi til meðferðar. Á meðan verður fundinum frestað í 5 mínútur. — [Fundarhlé.]