19.03.1985
Sameinað þing: 61. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3694 í B-deild Alþingistíðinda. (3031)

312. mál, auglýsingar banka og sparisjóða

Fyrirspurn hljóðar svo:

Hvernig skiptist auglýsingakostnaður banka og sparisjóða á árinu 1984 á fjölmiðlana, Ríkisútvarp/sjónvarp, Morgunblaðið, DV, NT, Þjóðviljann, Alþýðublaðið og aðra? Svör óskast sundurliðuð eftir ársfjórðungum.

Svar:

Sú fyrirspurn, sem hér liggur fyrir, varðar því sem næst sama efni og greinir á þingskjali 433. Eins og kom fram þegar þeirri fyrirspurn var svarað hafa einkabankarnir litið svo á, að Alþýðubankanum undanskildum, að þeim sé hvorki heimilt né skylt að svo stöddu að veita upplýsingar um það efni sem fyrirspurnin lýtur að. Einkabankarnir hljóta því að hafa sömu afstöðu til þeirrar fyrirspurnar sem nú er leitað svara við. Frá sambandi sparisjóða hafa hins vegar enn ekki borist svör.

Í ljósi þessa er því einungis unnt að veita upplýsingar um hvernig þessum málum er háttað hjá ríkisviðskiptabönkunum.

Útvegsbankinn:

1. ársfj.

2. ársfj.

3. ársfj.

4. ársfj.

Árið

Ríkisútvarp/sjónvarp

0

690

104

538

1 332

Morgunblaðið

0

139

180

411

730

DV

0

94

89

191

374

NT

0

16

109

33

158

Þjóðviljinn

0

7

33

26

66

Alþýðublaðið

15

17

22

9

63

Annað

390

697

367

1 752

3 206

Búnaðarbankinn:

Ríkisútvarp/sjónvarp

65

480

439

850

1 834

Morgunblaðið

45

42

65

107

259

DV

0

13

24

99

136

NT

5

12

27

23

67

Þjóðviljinn

8

7

23

21

59

Alþýðublaðið

1

8

8

5

22

Annað

1 019

667

3 087

4 049

8 822

Landsbankinn:

Ríkisútvarp/sjónvarp

551

Morgunblaðið

298

DV

205

NT

169

Þjóðviljinn

219

Alþýðublaðið

134

Annað

6 283

Að því er varðar fölur Landsbankans skal tekið fram að þær taka einungis til tæpra 8 millj. króna en í heild var auglýsingakostnaður bankans rúmar 12 millj. króna. Þetta stafar af því að mismunurinn, 4 millj. kr., fór ekki um skipulagsdeild bankans og ekki reyndist unnt að afla upplýsinga hjá öðrum deildum og útibúum bankans.

Þá skal þess getið að liðurinn „Annað“ hjá ríkisviðskiptabönkunum tekur bæði til auglýsinga í öðrum fjölmiðlum, innlendum jafnt sem erlendum, og hönnunarkostnaðar við auglýsingar, kostnaðar við veggauglýsingar, kostnaðar við dagatöl o. fl.

2. a. Hvernig var ráðstafað niðurgreiðslum á landbúnaðarafurðum úr ríkissjóði árið 1984?

b. Hvaða gagna var krafist áður en greiðslur fóru fram?

c. Hvernig voru greiðslur inntar af hendi? d. Hverjir voru viðtakendur?

e. Hvernig var niðurgreiðslum ráðstafað til greiðslu á kostnaðarliðum við framleiðslu, sölu, vinnslu og geymslu á landbúnaðarafurðum og í hvaða röð?

f. Hvaða kröfur voru gerðar til viðtakenda um skilagrein fyrir ráðstöfun niðurgreiðslna og hvernig var eftirliti ríkisins háttað?