20.03.1985
Neðri deild: 49. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3719 í B-deild Alþingistíðinda. (3067)

347. mál, aðgerðir til að bæta hag sjómanna

Frsm. (Stefán Guðmundsson):

Herra forseti. Ég tala hér fyrir nál. á þskj. 579 um frv. til l. um aðgerðir til að bæta hag sjómanna og sjávarútvegs frá sjútvn.

Nefndin hefur fjallað ítarlega um frv. og athugað ýmsa þætti þess. Leggur nefndin til að frv. verði samþykkt óbreytt.

Fjarverandi afgreiðslu málsins voru Guðmundur Einarsson og Halldór Blöndal. Undir nál. skrifa Stefán Guðmundsson, Garðar Sigurðsson, Ingvar Gíslason, Friðrik Sophusson og Gunnar G. Schram.