25.03.1985
Efri deild: 52. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3798 í B-deild Alþingistíðinda. (3136)

217. mál, Seðlabanki Íslands

Frsm. meiri hl. (Eyjólfur Konráð Jónsson):

Virðulegi forseti. Að gefnu tilefni vil ég mæla eindregið gegn því að málinu verði nú frestað. Menn hafa haft allt svigrúm til að skoða þetta mál og öll þessi peningamál hafa verið mikið til umræðu. Það er ekki minnsta ástæða til þess að fresta málinu við 2. umr. Ég get fallist á það að 3. umr. verði ekki tekin með neinum afbrigðum eða neinu slíku og 3. umr. bíði. Málið er ekki orðið að lögum þó að það verði afgreitt við 2. umr. nú í dag. Ég mæli eindregið gegn frestun og treysti forseta til að leyfa okkur að láta okkar álit koma í ljós hér við 2. umr. Þær eru nú sex í öllu þinginu svo að menn þurfa ekki að hlaupa upp til handa og fóta þó að 2. umr. sé kláruð í dag.