25.03.1985
Efri deild: 52. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3800 í B-deild Alþingistíðinda. (3138)

217. mál, Seðlabanki Íslands

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Það hefur komið fram beiðni um að þessu máli verði frestað svo að tækifæri gefist til að ræða það innan þingflokka. Það er venjan, þegar slík beiðni kemur fram, að verða við henni. Forseti telur sér ekki annað fært en að taka tillit til slíkrar beiðni nú eins og venjan er. Því verður a. m. k. atkvgr. frestað, en að sjálfsögðu er hægt að gefa mönnum tækifæri til að ræða málið áfram nú.