26.03.1985
Sameinað þing: 64. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3846 í B-deild Alþingistíðinda. (3198)

374. mál, vatnstaka Íslandslax hf. í Grindavík

Guðmundur H. Garðarsson:

Herra forseti. Það var þrennt í svörum hæstv. landbrh. sem mér finnst skipta máli.

Í fyrsta lagi sagði hæstv. ráðh. að það væri stefna hans og ríkisstj. að efla fiskeldi og styðja við bakið á þeim sem eru í fiskeldinu. Í öðru lagi sagði ráðh.: Það á enginn að njóta neinna sérstakra forréttinda. Og í þriðja lagi: Það eiga allir að hafa sambærilega aðstöðu.

Í framhaldi af þessari niðurstöðu, sem mér finnst skipta máli í svari ráðh., vil ég leyfa mér að beina því til hæstv. kirkjumálaráðh. hvort hann vilji ekki hafa milligöngu í samningum vegna annarra fiskeldisstöðva á Suðurnesjum með þeim hætti að verð á heitu og köldu vatni og önnur réttindi verði með sambærilegum hætti og Íslandslax hefur fengið með sínum samningum á Suðurnesjum.