25.10.1984
Sameinað þing: 10. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 540 í B-deild Alþingistíðinda. (327)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Mælendaskrá er ekki tæmd. Það er ekki gert ráð fyrir kvöldfundi og það er gert ráð fyrir að þessum fundi ljúki á eðlilegum tíma fyrir kvöldmat.

Það hefur komið fram hér í þessum umr. að eftir tvær til þrjár vikur verður útbýtt hér á Alþingi skýrslu um það mál sem hér er til umr. utan dagskrár. Þetta var raunar vitað þegar þessi utandagskrárumræða var leyfð og hún var leyfð á þeirri forsendu að umr. yrðu innan skynsamlegra tímamarka miðað við það að við höfum þetta mál eftir tvær til þrjár vikur á dagskrá í þinginu. Ég vænti þess að hv. þm. virði þessar aðstæður.