15.04.1985
Efri deild: 56. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4176 í B-deild Alþingistíðinda. (3489)

416. mál, þingsköp Alþingis

Flm. (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Hæstv. forseti. Ég ætla ekki að ræða efnislega um frv. núna. Það hefur komið hér ágreiningur fram um málsmeðferðina, hvort málinu verði vísað til allshn. eða að þingskapanefndin, sem unnið hefur frv., haldi áfram að fjalla um málið eins og ég gerði ráð fyrir. Ég tel rétt í þeim anda sem unnið hefur verið í öllu þessu máli að leitast verði við að ná sem mestri samstöðu og núna verði að loknum umræðum frestað atkvgr. um málið og við athugum málið til næsta fundar. Ég legg það til.