15.04.1985
Neðri deild: 56. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4179 í B-deild Alþingistíðinda. (3506)

324. mál, alþjóðasamningar um örugga gáma

Heilbr.- og trmrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Þetta frv. er um staðfestingu á því að sá ráðh., sem fer með siglingamál hverju sinni, geti viðhaft sömu reglur varðandi örugga gáma sem skv. alþjóðasamningi eru í gildi og Ísland er aðili að. Þetta mál hefur verið fyrir Ed. og fengið þar afgreiðslu. Vænti ég þess að það fari greiðlega í gegnum hv. Nd. og legg til, herra forseti, að að lokinni þessari umr. verði frv. vísað til 2. umr. og hv. samgn.