15.04.1985
Neðri deild: 56. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4195 í B-deild Alþingistíðinda. (3535)

210. mál, selveiðar við Ísland

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Þetta frv. sem hér liggur fyrir gerir ráð fyrir því að selveiðar eigi hér eftir að heyra undir sjútvrn. en þær hafa fram að þessu tilheyrt landbrn. Búnaðarþing fjallaði um þetta mál og var andvígt þessari breytingu. 3. gr. var breytt frá því að nefndin gekk frá frv. og tel ég þá breytingu síst til bóta. Ég er á móti þessum breytingum báðum og mun ekki geta stutt þetta frv.