16.04.1985
Sameinað þing: 70. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4209 í B-deild Alþingistíðinda. (3562)

360. mál, herskip og kjarorkuvopn

Utanrrh. (Geir Hallgrímsson):

Herra forseti. Fyrri fsp. hv. þm. svara ég játandi. Það er skýr stefna ríkisstjórnar Íslands að kjarnorkuvopn séu ekki geymd hér á landi og tekur hún einnig til herskipa í íslenskri lögsögu.

Síðari fsp. hv. þm. vil ég svara með þeim hætti, að í samræmi við þau svör sem ég gaf við fyrri fsp. og í samræmi við þá stefnu sem lýst hefur verið yfir er fullljóst að sigling herskipa með kjarnorkuvopn um íslenska lögsögu er óheimil og þá jafnframt koma þeirra til hafna hérlendis, og mun ég framfylgja þeirri stefnu.

Ég tel ekki þörf frekar að taka af öll tvímæli í þessum efnum, vegna þess að af hálfu íslenskra stjórnvalda og aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hafa engin tvímæli átt sér stað.