22.04.1985
Efri deild: 58. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4421 í B-deild Alþingistíðinda. (3711)

217. mál, Seðlabanki Íslands

Stefán Benediktsson:

Virðulegi forseti. Ég lýsti því við upphaf 2. umr. um þetta frv. að ég sæi á því vissa annmarka og tilgreindi þá. Í framhaldi af því hef ég lagt fram brtt. við frv. þar sem ég legg til að ráðstöfun bankans á því fé sem myndast fyrir tilverknað þessa frv. skuli háð samþykki Alþingis. Tel ég það mjög nauðsynlegt til þess að tilgangi þess verði náð. Eins og ég lýsti í orðum mínum í upphafi tel ég aðalvandann sem skapast hefur út af innlánsbindingu stafa af því að hér var aldrei um raunverulega frystingu fjármagns að ræða þar sem því var ráðstafað með öðrum hætti.

Nú er þessi till. það seint fram komin að búið er að fjalla um málið í nefnd og kannske erfitt að taka hana til afgreiðslu við 2. umr. þannig að ég tel heppilegast að lýsa því yfir að ég dragi hana til baka til 3. umr.