22.04.1985
Efri deild: 58. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4423 í B-deild Alþingistíðinda. (3714)

217. mál, Seðlabanki Íslands

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Það er enn verið að leita eftir því að ná sambandi við hæstv. viðskrh. Það er satt að segja heldur ólíklegt að það takist á þeim stutta tíma sem er til fundarloka, en ég ætla þó að biðja hv. þdm. að hafa biðlund í svo sem eina til tvær mínútur. (Fjmrh.: Er hann týndur? Ég vona að hann hafi verið tryggður.) Nei, hæstv. ráðh. er ekki týndur. Það hefur komið fram að hann er upptekinn á fundi annars staðar.

Það næst ekki samband við hæstv. viðskrh. Þar af leiðandi verður að fresta þessari umr.