23.04.1985
Sameinað þing: 73. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4493 í B-deild Alþingistíðinda. (3769)

395. mál, framleiðslustyrkir til kartöfluverksmiðja

Landbrh. (Jón Helgason):

Herra forseti. Á þskj. 640 hefur hv. 5. landsk. þm. borið fram fsp. um framleiðslustyrki eða niðurgreiðslur til kartöfluverksmiðja. Ríkisstj. ákvað fyrir nokkru að verja nokkru fjármagni til niðurgreiðslna á unnum kartöflum frá kartöfluverksmiðjum til þess að bæta þeirra samkeppnisstöðu. Niðurgreiðslan var miðuð við það að hún væri 25 kr. á kíló af steiktum kartöflum en 21 kr. á soðnum kartöflum. Þetta er hvort tveggja miðað við að um sé að ræða 12 kr. niðurgreiðslu á hráefninu. Gert er ráð fyrir að hámark þessarar upphæðar á árinu verði 18 millj. kr. og er þá miðað við að það séu full afköst hjá verksmiðjunum, en það er miklu meira en hefur verið unnið þar að undanförnu. Þetta var gert til þess að reyna að greiða fyrir sölu á innlendum kartöflum þar sem framleiðslan var svo mikil á s. l. ári. Upphæðin var miðuð við það að bæta samkeppnisaðstöðu verksmiðjanna til að örva sölu þeirra á inniendum markaði.

Svar við þriðju spurningunni er að verð frá verksmiðjunum lækkaði um leið og þessi niðurgreiðsla var ákveðin. Þar var því um beina verðlækkun til neytenda að ræða.