23.04.1985
Sameinað þing: 73. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4495 í B-deild Alþingistíðinda. (3773)

395. mál, framleiðslustyrkir til kartöfluverksmiðja

Landbrh. (Jón Helgason):

Herra forseti. Ég vil benda hv. 5. landsk. þm. á að það eru tvær verksmiðjur hér á landi sem framleiða unnar kartöflur og verksmiðjan sem er á Norðurlandi mun hafa framleitt heldur meira að undanförnu en sú sem er á Suðurlandi.

Í öðru lagi að framleiðendur voru búnir að lækka nokkuð verðið til verksmiðjunnar áður en þetta var ákveðið þannig að þeir höfðu lagt sitt fram. Og útsöluverðið lækkaði sem þessu nam þannig að þessi niðurgreiðsla fór beint til neytenda en var ekki tekin af þeim.