23.04.1985
Sameinað þing: 74. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4551 í B-deild Alþingistíðinda. (3823)

356. mál, úttekt á stofnunum á vegum iðnaðarráðuneytisins

Fyrirspurnin hljóðar svo:

1. Að hvaða athugunum á stofnunum og fyrirtækjum, sem heyra undir iðnaðarráðuneytið, hefur verið unnið frá miðju ári 1983?

2. Hvaða aðilar, einstaklingar, nefndir eða ráðgjafarfyrirtæki, hafa unnið að hverju verkefni?

3. Hvað hefur verið greitt hverjum aðila fyrir slíkar athuganir og úttektir?

Sundurliðun óskast varðandi hvert verkefni (stofnun eða fyrirtæki) og heildargreiðsla til hvers aðila, laun og annar kostnaður.

4. Með hvaða hætti hafa þessar athuganir verið fjármagnaðar, sundurliðað eftir fjárlagaliðum eða öðrum framlögum?

5. Hvaða athuganir eru byrjaðar en hafa ekki enn leitt til útgjalda?

Svar við 1. lið:

Á fundi ríkisstjórnarinnar 28. júlí 1983 var eftirfarandi tillaga forsætisráðherra samþykkt:

„Gerð verði ítarleg athugun á rekstri opinberra fyrirtækja og leitað leiða til sparnaðar. Til þess verði fengin viðurkennd hagræðingarfyrirtæki.“

Í samræmi við þessa samþykkt hefur iðnaðarráðherra haft frumkvæði að slíkum athugunum í flestum stofnunum og fyrirtækjum sem undir iðnaðarráðuneytið heyra eins og fram kemur í svari við 2. lið í fyrirspurninni.

Svar við 2. og 3. lið:

Ráðgjafar-

Kostnaður

Kostnaður

fyrirtæki

þús. kr.

Umsjónaraðili

þús. kr.

1.

Rafmagnsveitur ríkisins

Hagvangur

1 651

Hannes Þ. Sigurðsson

2.

Orkustofnun

Hagvangur

1 417

Hannes Þ. Sigurðsson

330

3.

Rafmagnseftirlit ríkisins

Hagvangur

339

Hannes Þ. Sigurðsson

4.

Sementsverksmiðja ríkisins

Kaupþing

429

Björgvin Sigurðsson

22

Partek

75

5.

Landssmiðjan

Helgi G. Þórðarson

170

6.

Kísiliðjan

Rekstrarstofan

200

Helgi Ólafsson

44

7.

Þörungavinnslan

Rekstrarstofan

216

Sigurjón Arason

51

8.

Sjóefnavinnslan hf

Iðntæknistofnun

624

Eggert Steinsen

34

9.

Jarðboranir ríkisins

Hagvangur

49

Samtals

5 220

430

* Sementsverksmiðjan greiddi helming kostnaðar, þannig að heildarkostnaðurinn var rúm 1000 þús. kr.

Auk þess hafa Landsvirkjun og Orkubú Vestfjarða ráðið hagræðingarfyrirtæki til að athuga ýmsa þætti reksturs þessara fyrirtækja. Sundurliðun á launakostnaði og öðrum kostnaði liggur ekki fyrir en yfirgnæfandi meiri hluti þessara útgjalda er vegna útseldrar vinnu og launakostnaðar.

Svar við 4. lið:

Athuganir þessar hafa verið greiddar af Fjárlaga- og hagsýslustofnun og iðnaðarráðuneytinu aðallega á árinu 1984. Þær hafa að hluta til verið fjármagnaðar með fjárveitingu sem Fjárlaga- og hagsýslustofnun hafði til að standa straum af úttektum á ríkisrekstrinum en að hluta til af andvirði af sölu hlutabréfa ríkisins í Iðnaðarbankanum.

Skipting þessi kemur fram í eftirfarandi yfirliti:

Upphæðir í þús. kr.

Fjármögnun

Sala hlutabréfa í

Greitt af:

Samtals

Fjárlög

Iðnaðarbankanum

Fjárlaga-og hagsýslustofnun

4 285

985

3 300

Iðnaðarráðuneyti

1 365

1 365

5 650

985

4 665

Svar við 5.lið:

Ekki hefur verið byrjað á nýjum athugunum í ár en unnið er að framkvæmd ýmissa tillagna á grundvelli þeirra athugana sem að framan voru taldar.