24.04.1985
Efri deild: 59. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4563 í B-deild Alþingistíðinda. (3841)

217. mál, Seðlabanki Íslands

Stefán Benediktsson:

Virðulegi forseti. Ég skal ekki fara út í efnislega hlið málsins, enda aðeins kominn hingað upp til að taka undir þá ósk að fresta umr. Eins og hv. flm. benti hér á hefur hún teygst um alllangan tíma. Ég held að það hafi ekki verið vegna þess að þdm. þessarar hv. deildar hafi hindrað afgreiðslu þessa máls, heldur hafi þau vandkvæði frekar verið á eigin heimili, þ. e. í þingflokki Sjálfstfl. Aftur á móti er upplýst að seðlabankafrv. er í prentun, þ. e. við eigum von á því mjög fljótlega. Í samræmi við þau vinnubrögð sem að öllu jöfnu eru hér viðhöfð þegar slíkt ástand skapast, eins og t. d. oft kemur fyrir í nefndarstörfum, finnst mér eðlilegt að taka ekki þetta mál til atkv. heldur fresta umr. og skoða þann lagabálk sem væntanlega á eftir að snúast að miklu leyti um sama mál. Ég styð þess vegna hugmynd hæstv. viðskrh. að fresta þessari umr.